4.6.2014 | 10:35
Skólaárið 2013-2014
Árið 2013-2014
Íslenska
Í stafsetningunni hef ég lært nokkur orð sem ég vissi ekki um og að skrifa þau rétt. Í Mál í mótun lærði ég að fallbeygja. Í ferilritun lærði ég að skrifa sögu. Í yndislestri lærði ég að lesa mismunandi bækur.
Enska
Ég lærði að tala og lesa á ensku, ég notaði bækurnar Hickory, Dickory og Dock og ég gerði verkefnin My favorite animal og My best friend og hrekkjavökuverkefni.
Stærðfræði
Í stærðfræði lærði ég úr bókunum Stiku 2a og Stiku 2b.
Íþróttir/sund/tónmennt/útileikir
Í íþróttum gerðum við armbeygjur, magaæfingar, skokkuðum og fórum í leiki. Í sundi lærðum við t.d. sundtökin baksund, skriðsund, bringusund, kafsund, skólabaksund og marvaða. Í tónment lærðum við um gamlar tónlistargoðsagnir t.d. Lead Belly, Ray Charles, Elvis Presley og The Beatles. Í útileikjum fórum við í marga leiki t.d. mannrán, skotbolta, brennibolta, fótbolta, pógó og ljón og tígrisdýr. Mér fannst útileikir skemmtilegast.
Verk og list
Ég gerði kodda í saumum og hillu í smíði, ég málaði í mótun og gerði grímu í myndmennt og bakaði í heimilisfræði.
Benjamín Dúfa
Í Benjamín Dúfu lærði ég að lesa og lesskilning.
Ljónið,nornin og skápurinn
Í Narníu lærðum við íslensku og að lesa og að skrifa.
Þemaverkefni um Norðurlöndin
Í Norðurlöndunum lærðum við landafræði og breiddar- lengdabaugar. Við lærðum um löndin Svíþjóð, Noreg, Finnland, Danmörk, Færeyjar og Álandseyjar.
Vettvangsferðir, bíó, vorferð, boot camp
Myndin sem ég sá var Lífið á norðurslóðunum. Það sem við gerðum í Boot camp voru armbeygjur, kýla í boxpúða og að hlaupa meðan hinn hélt teygju utan um mann.
Bloggsíðan
Ég gerði bloggsíðu og er að blogga um hana núna.
Egla
Í Eglu lærðum við um Egil Skallagrímsson hann var bardagamaður og skáld í heiðnum sið.
Snorri Sturluson
Í Snorra sögu lærðum við um ævi Snorra Sturluson, hann er besti rithöfundur sem Íslendingar hafa átt.
Geitungar
Í Geitungaverkefninu okkar vorum við að læra um geitunga.
Eðlisfræði
Við vorum að gera tilraunir úr bókinni Auðvitað.
Kennslustund
Það hefur verið nokkuð erfitt í kennslustundum t.d. í tölvum, stærðfræði og í eðlisfræði.
Frímínútur
Það hefur verið gaman í frímínútur, ég fer oftast út í fótbolta með vinum mínum.
Uppbrot
Uppbrot hefur verið leiðinlegt því að það er svo stutt.
Það sem var skemmtilegast
Mér fannst skemmtilegast í Norðurlöndunum.
Það sem mér fannst erfiðast
Mér fannst erfiðast í tölvum.
Það sem stóð uppúr
Það sem mér fannst standa uppúr voru Norðurlöndin.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.